Ársskýrslur

{sfg:8}

Ársskýrsla er ítarleg skýrsla ætluð hluthöfum og öðrum áhugasömum til upplýsinga um starfsemi fyrirtækis á fyrra ári og fjárhagslega stöðu félagsins. Ársskýrslur eru mikilvægur hlekkur í að skapa áhuga fjárfesta og uppfylla kröfur hluthafa. Í ársskýrslu má finna ávarp frá stjórnarformanni og oft frá stjórendum fyrirtækisins. Farið er yfir markmið og stefnu fyrirtækisins og hvort þeim hafi verið náð og fylgt eftir sem og væntingar og horfur til framtíðar. Skýrslurnar eru oftast afhentar á aðalfundi og jafnvel sendar hluthöfum. Vönduð ársskýrsla sem er vel hönnuð og fallega prentuð getur bæði skapað traust og áhuga á starfsemi fyrirtækis.

 

Við hjá Prentmet höfum mikla reynslu í prentun á ársskýrslum og hlutum t.a.m. alþjóðleg verðlaun Sappi árið 2008 í flokki ársskýrslna fyrir prentun á ársskýrslu Alfesca. Sappi er stærsti framleiðandi pappírs í heiminum og eru verðlaunin því mjög virt og þekkt innan hins alþjóðlega prentgeira.

 

Hagnýtar upplýsingar
um prentun ársskýrslna
Valmöguleikar
Afgreiðslutími Leitið upplýsinga
Prentun Offset prentun
Stafræn prentun
Algengur pappír 100-170gr. Satin
100-170gr. Zigler
100-170gr. Munken
Algengar stærðir A4 210x297mm (21×29,7cm)
A4 liggjandi 297x210mm (29,7x21cm)
Útfærslur 1-lit Svart/Hvítt
Prentun í fullum lit
Prentun í fullum lit + sérlit
Heillökkuð kápa glans/matt
Hlutalökkuð kápa
Plastlamineruð kápa
Vasi í kápu t.d. fyrir CD
Viðbótarþjónusta Upphleyping
Gylling
Þrykking
Felling
Stönzun
Plöstun
Lökkun

 

Framleiðsluaðferðir Prentmets eru mjög fjölbreyttar og getum við bæði fjöldaframleitt ársskýrslur í stóru upplagi með Offset prentun eða nokkrum eintökum stafrænt prentuðum. Prentmet hefur frá upphafi boðið uppá hæstu mögulegu gæði í öllum framleiðsluaðferðum og því getum við boðið uppá úrval lausna sem henta þínum aðstæðum án þess að það bitni á gæðunum.

Viðskiptastjórar Prentmets geta aðstoðað þig við að finna lausnir sem henta þinni ársskýrslu.