Prentmet Logo

Fréttir

Nýr starfsmaður á límingarvél

Í dag hóf Marcin Arkadiusz Syga störf hjá okkur sem vélamaður á límingarvél í umbúðadeild. Hann er fæddur 12. janúar árið 1976 í Póllandi.

 

Marcin lauk stúdentsprófi af hugvísindabraut frá Menntaskólanum í Varsjá í Póllandi árið 1995, hann lauk tölvu og forritunarnámi frá Tækniskólanum CKU í Varsjá árið 1997, BSc í mannauðsstjórn frá Tölvu- og tækniháskólanum í Varsjá árið 2000. Hann hefur lokið 1., 2. og 3 stigi í íslensku frá Mími og einnig er hann með námskeið í farsímaviðgerðum frá Grænum símum í Kópavogi.

 

Marcin vann árið 2015- 2016 við tölvu og farsímaviðgerðir hjá Grænum Símum í Kópavogi, 2007-2014 vann hann sem vélstjóri í framleiðslu hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. 2000-2006 var hann sjálfstætt starfandi við tölvuviðgerðir í Póllandi ásamt því að starfa sem skrifstofustjóri hjá Pawluczuk Sport Auto. Hann vann sem auglýsingafulltrúi hjá aðal dagblaðinu í Varsjá og sem sölufulltrúi í verksmiðju í Póllandi.

 

Marcin er ókvæntur og barnlaus. Hans aðal áhugamál eru bækur og fótbolti. Pólska er hans móðurmál og hann talar góða ensku og er að læra íslenskuna. Við bjóðum hann hjartanlega velkomin í okkar úrvalslið starfsmanna.

 

IMG 4910

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson