Loading...

Plaköt eru góð leið til að vekja athygli á litríkan hátt. Flestir þekkja kosti plakata og þekkja, að oft er þröng á þingi þar sem á að koma plakötum fyrir. Plaköt hanga gjarnan á veggjum, á matsölustöðum og öðrum fjölförnum stöðum og eru oftar en ekki innan um önnur plaköt frá samkeppnisaðilum. Því er mjög mikilvægt að þitt plakat skeri sig úr fjöldanum. Hágæða prentun skiptir því höfuðmáli, en fullkominn tækjakostur Prentmets og úrvals fagfólk skilar þér góðu verki , hvort sem er í offsetprentun eða stafrænni prentun.

Plaköt eru í mörgum stærðum, en algengustu stærðirnar eru A3, A2 og A1, og renna þau á stuttum tíma í gegnum vélarnar okkar. Við bjóðum hagstætt verð og skjóta afgreiðslu á plakötum.

Fáðu tilboð

Hagnýtar upplýsingar

Afgreiðslutími

1-3 virkir dagar

Samdægurs ef með þarf

Prentun

Offset prentun
Stafræn prentun

Algengur pappír

90-170 gr. satin
Plotter 180gr.

Algengar stærðir

A4 210x297mm (21×29,7cm)
A3 297x420mm (29,7x42cm)
A2 420x594mm (42×59,4cm)
A1 594x840mm (59,4x84cm)

Útfærslur

1-lit Svart/Hvítt
Sérlitir (Pantone)
Prentun í fullum lit (CMYK)
Prentun í fullum lit+sérlit (CMYK+Pantone)

Viðbótarþjónusta

Plastað matt eða glans
Upphengisett