Prentmet er með FTP svæði fyrir viðskiptavini til að hlaða inn prentskjölum. FTP svæðið er varið að því leyti að gestir svæðisins geta aðeins hlaðið inn efni en ekki sótt svo ómögulegt er fyrir fyrirtæki að skoða annarra prentskjöl.
Viðskiptavinir geta fengið úthlutað sínu eigin svæði á FTP þjóninum þar sem þeir einir geta séð skjölin sín (fyrir utan starfsmenn Prentmets). Til að fá eigið notendasvæði skal senda beiðni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
Viðskiptavinir sem eru ekki með notendaaðgang geta notast við almenna svæðið fyrir gesti. Þar er aðeins hægt að hlaða inn skjölum en hvorki hægt að sjá né opna skjöl sem eru fyrir inni.
Smelltu hér til að tengjast FTP þjón Prentmets
Vinsamlegast látið sölumann vita að gagnaflutningi loknum.
Með My computer í Windows XP
Með Computer í Windows Vista
Með Internet Explorer 7 og 8
Spurning: Hvernig afrita ég gögnin af tölvunni minni yfir á rót ftp svæðisins?
Svar: Þú getur annað hvort dregið skjölin af tölvunni þinni yfir á FTP gluggann og sleppt þeim þar eða þá með því að velja copy á skjölin þín og hægri smella á autt svæði í FTP glugganum og velja paste þar.
Spurning: Eru gögnin mín örugg inná FTP svæðinu?
Svar: Já. Gestir geta aðeins afritað gögn inná FTP svæðið en ekki náð í gögn af því.
Spurning: Ég opnaði FTP svæðið ykkar í Internet Explorer en sé bara texta og linka, get ekkert afritað inná svæðið.
Svar: Skoðaðu leiðbeiningar með Internet Explorer 7 og 8. Opna þarf FTP svæðið í My Computer til að geta sent inn skjöl.