HVERNIG ÞJÓNUSTU VEITIR PRENTMET ?

Prentmet er fullkomin prentsmiðja sem býður þér og fyrirtæki þínu upp á heildarlausnir í prentun. Þjónusta Prentmets byggir á skipulögðum verkferlum, vel þjálfuðu starfsfólki og fullkomnasta tækni- og vélbúnaði sem völ er á í heiminum í dag. Fyrirtækið leggur metnað sinn í að skapa góð og persónuleg tengsl við viðskiptavini sína. Mikil áhersla er lögð á vöruþróun og gæðaeftirlit.

Hjá Prentmeti hefur þú þinn eigin sölu- og þjónustufulltrúa sem tengir þig og kröfur þínar við framsækið og metnaðarfullt fagfólk. Sölufulltrúar okkar veita þér ráðgjöf og þjónustu alla leið frá hugmynd að fullunnu verki. Þeir bregðast skjótt við óskum þínum og fyrirspurnum, eru fljótir að gera tilboð og sjá til þess að vara verði afhent á réttum tíma, vel frágengin.

Sölufulltrúar Prentmets gera raunhæfar áætlanir sem standast. Við fylgjum viðskiptavinum okkar alla leið frá hugmynd að fullunnu verki og hjálpum þínu fyrirtæki að ná árangri og gera hugmynd þess að veruleika.