Prentmet Logo

Umhverfisstefna

 

Umhverfisvottuð prentsmiðja Umhverfisvottuð prentsmiðja

Prentmet er með vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfis­málum. Frá stofnun hefur Prentmet lagt sig fram við að minnka neikvæð umhverfisáhrif með skipulagðri endurvinnslu og öðrum áherslum sem styðja við umhverfisvernd. Svansvottun prentsmiðjunnar tryggir að Prentmet er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.

 

Prentsmiðjan vinnur skipulega að umhverfisstarfi m.a. varðandi efnisnotkun, sorpmeðhöndlun og pappírsnýtingu. Sérstakur lager er til staðar í prentsmiðjunni sem heldur utan um afskurð sem síðan er fullnýttur.

 

Stefna Prentmets í umhverfismálum er:

  • Að taka mið af gildandi stöðlum um umhverfismál við stjórn fyrirtækisins
  • Að nota eftir því sem unnt er umhverfisvæn efni
  • Að tæki sem notuð eru til framleiðslu taki sem minnsta orku
  • Að stuðla að fullnýtingu úrgangs sem fellur til við framleiðslu
  • Að halda skaðlegum efnum og úrgangi frá starfseminni
  • Að skapa góð skilyrði fyrir starfsfólk til að framfylgja umhverfismarkmiðum. Starfsfólk er upplýst um það meðal annars í Prentmetsskólanum
  • Að tryggja velferð starfsmanna og kappkosta að starfsumhverfi sé hreinlegt og heilsusamlegt

 

 

svanurinn1

 

svanurinn4

 

svanurinn2

 

svanurinn5

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson